Þungmálmar og brennisteinn í mosa í Hafnarfirði
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3361
18. október, 2013
Annað
1
Fyrirspurn
Lögð frma skýrsla Sigurður H. Magnússon gróðurvistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands um Þungmálma og brennistein í mosa á Íslandi 1990-2010: Áhrif iðjuvera. Framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlitsins og formaður nefndarinnar mættu á fundinn og fóru yfir ma´lið.
Svar

Bæjarráð Hafnarfjarðar og umhverfis- og framkvæmdarráð taka mjög alvarlega niðurstöðum skýrslu Náttúrufræðistofnunar Íslands um þungmálma og brennistein í mosa á Íslandi 1990-2010. Skýrslan barst heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis í júní 2013. Í skýrslunni kemur fram að á iðnaðarsvæðum í Hellna- og Kapelluhraunui sunnan Reykjanesbrautar mælist styrkur nokkurra þungmálma það hár að mengun teljist veruleg og sé rakin til iðnaðarstarfsemi á svæðinu. Svæðið er innan þynningarsvæðis álsversins þar sem matvælaframleiðsla og föst búseta er ekki heimil.
Umræddar niðurstöður byggja á mælingum frá fáum mælistöðum.
Bæjarráð og umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkja að efna til frekari sýnatöku og mælinga til að kanna með nákvæmari hætti útbreiðslu mögulegrar mengunarinnar.
Umræddar mælingar verða framkvæmdar eins fljótt og kostur er og niðurstöður birtar opinberlega. Undirbúningur umhverfis- og framkvæmda um aðgerðir til bættra mengunarvarna munu hefjast þegar í stað í samráði við heilbrigðiseftirlitið og fyrirtæki á svæðinu.