Íshella 7 - ósk um fyllingu utan lóðar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 490
11. desember, 2013
Annað
Fyrirspurn
Lóðarhafi við Íshellu 7 óskar eftir því að fyllt verði upp við suðurenda lóðarinnar til þess að koma í veg fyrir slysahættu þar sem hæðarmunur er 2-3 metrar. Þarna getur myndast slysahætta í hálku.
Svar

Aðgerðin kallar á breytingu á deiliskipulagi. Skv. hæðarblaði á allur landhalli að leysast innan lóðar, það sama gildir um aðliggjandi lóð sem hefur malbikað sína lóð í plani. Tekið er jákvætt í breytingu á deiliskipulagi en bent skal á að hún er á kosnað umsækjanda.