Menningar- og ferðamálanefnd - 210
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3362
24. október, 2013
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 17.10.sl.
Svar

Lagt fram til kynningar. 16.2. 1309249 - Hugmyndir um líflegri miðbæ. Ingvar Þorsteinsson óskaði eftir að koma inn á fund nefndar til að ræða hugmyndir sínar um meira líf í miðbænum. Nefndin þakkar Ingvari fyrir góðar tillögur. 16.3. 1309255 - Jólaþorpið 2013 Rætt um breytingar á uppröðun húsa, pakkaleik með kaupmönnum í Firði og Strandgötu, kostun, markaðassetningu og fleira. Málin rædd. Jólaþorpið opnar 30. nóvember og verður opið allar helgar til jóla auk 19., 20. og 23. desember. 16.4. 1308226 - Lista- og hönnunarmiðstöð í Straumi, samningur. Lagt fram bréf frá forsvarsmönnum Lista- og hönnunarmiðstöðvarinnar þar sem þau segja sig frá samningsviðræðum um rekstur á Straumi. Farið yfir málið. 16.5. 1308560 - Merkingar fyrir erlenda ferðamenn. Greint frá stöðu mála og fyrirhuguðum öðrum fundi með Vegagerðinni. 16.6. 1308488 - Cuxhaven vinabæjarsamstarf 25 ára Greint frá velheppnuðu 25 ára vinatengsla afmæli Hafnarfjarðarbæjar og Cuxhaven. Haldið var upp á afmælið laugardaginn 12. október. 16.7. 1310295 - 250 ára afmæli Bjarna Sívertsen Lögð fram dagskrá hátíðahalda Byggðasafnsins vegna afmælisins þann 26. október n.k.