Menningar- og ferðamálanefnd - 209
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3360
14. október, 2013
Annað
‹ 20
21
Fyrirspurn
Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 4. október sl.
Svar

Lagt fram til kynningar. 21.1. 1310046 - Hótel Hafnarfjörður. Heimsókn nefndar. Haukur Birgisson kynnti starfsemi hótelsins og sýndi nefndarmönnum húsakynnin. Haukur greindi frá góðu sumri og starfseminni almennt. Þá reifaði hann hugmynd sína um að stofnaður yrði sjóður sem hægt væri að nýta til markaðssetningar erlendis, ferðaþjónustan og bærinn myndu leggja fram fjármagn í sjóðinn. Einnig rætt um merkingar og lagði Haukur áherslu á að sett yrði upp eitt stórt skilti við Reykjanesbrautina auk smærri skiltana sem eiga að fara upp. 21.2. 1310045 - Bæjarbíó, barnamenningarhús. Umsókn. Lagt fram erindi frá Arndísi Þorgeirsdóttur, Eyrúnu Ósk Jónsdóttur, Helga Sverrissyni og Sverri J. Sverrissyni um að gera Bæjarbíó að barnamenningarhúsi með áherslu á kvikmyndasýningar fyrir börn. Menningar- og ferðamálafulltrúa falið að skoða málið í samráði við Kvikmyndasafn Íslands. 21.3. 1309255 - Jólaþorpið 2013 Menningar- og ferðamálafulltrúi greindi frá fundum með kaupmönnum miðbæjar og sameiginlegri niðurstöðu þeirra og Hafnarfjarðarbæjar á heppilegasta opnunartíma Jólaþorpsins. Einnig rætt um breytingar á uppröðun húsa, kostun og fleira. Nefnarmönnum líst vel á breytingarnar. 21.4. 1308226 - Lista- og hönnunarmiðstöð í Straumi, samningur. Samningur og athugasemdir frá umsækjendum ræddar, framhald frá síðasta fundi nefndar. Frestað til næsta fundar. 21.5. 1310047 - Fjárhagsáætlun menningar- og ferðamála 2013. Rætt um fjárhagsáætlun, vinna við gerð hennar er framundan. Farið yfir liði menningar- og ferðamála og helstu tölur.