Dalshraun 14 ósamþykktar breytingar.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 479
25. september, 2013
Annað
Fyrirspurn
Guðmundur Adolfsson gerir athugasemd við að kyndiklefi, sem er skráður sem sameign hússins, hafi verið fjarlægður og útliti hússins breytt, allt án samþykkis meðeigenda í húsi og byggingarfulltrúa. Hann fer fram á að kyndiklefinn verði byggður í samræmi við samþykkta uppdrætti. Enn fremur að honum sé meinaður aðgangur að mælakerfi og lögnum, sem eru staðsett þar sem kyndiklefi á að vera.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eigendum skylt að leggja inn nýja uppdrætti af núverandi ástandi hússins með samþykki allra meðeigenda í húsi. Að öðrum kosti færa húsið til þess ástands sem sýnt er á samþykktum uppdráttum. Enn fremur veita öllum meðeigendum óhindraðan aðgang að sameign hússins. Verði ekki brugðist við þessu innan 3 vikna mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæðum laga um mannvirki nr. 160/2010 til að knýja fram úrbætur.