Flugvellir 1, lóðarumsókn, úthlutun
Flugvellir 1
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1711
2. október, 2013
Annað
Fyrirspurn
10.liður úr fundargerð BÆJH frá 26.sept. sl. Lagt fram erindi Icelandair ehf dags. 24. september 2013 þar sem sótt er um lóð milli Selhellu 1 og Tjarnarvalla 15. Bæjarráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa og skipulags- og byggingarráði úrvinnslu skipulagsþátta umsóknarinnar. Jafnframt vísar bæjarráð eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að veita Icelandair ehf, kt. 4612023490, vilyrði fyrir lóð í samræmi við fyrirliggjandi umsókn og nánari útfærslu í deiliskipulagi. Jafnframt heimilar bæjarstjórn bæjarráði að beita 6. gr. samþykktar um gatnagerðargjald um sérstaka lækkunarheimild vegna lóðarinnar þar sem um sérstaka atvinnuuppbyggingu er að ræða."
Svar

Gunnar Axel Axelsson tók til máls.

Rósa Guðbjartsdóttir tók sæti á fundinum kl. 14:25.

Helga Ingólfsdóttir tók til máls. Þá Valdimar Svavarsson og Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti framlagða tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.

221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 222263 → skrá.is
Hnitnúmer: 10110904