Húsvarðaríbúðir, undanþága frá fasteignagjöldum, fyrirspurn
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 482
16. október, 2013
Annað
Fyrirspurn
Bjarni Jónsson leggur inn fyrirspurn um skilgreiningu Hafnarfjarðarbæjar á hvað teljist vera húsvarðaríbúð, hvort einhver stærðarmörk sett á slíkar íbúðir og hvort einungis ein íbúð í hverju húsi geti flokkast undir húsvarðaríbúð. Einnig um skilgreiningu húsvarðar og hvort búsetan geti náð til fjölskyldu hans.
Svar

Hafnarfjaðrarbær skilgreinir aðeins húsvarðaríbúðir á iðnaðar- og athafnasvæðum. Heimil er ein húsvarðaríbúð að hámarki 70m2 í húsnæði sem er stærra en 1000 m2 og skal húsvörður sannanlega starfa sem slíkur. Búseta fjöskyldu húsvarðarins er heimil. Sjá fylgiskjal.