Hellisgata 12 óleyfisskúr, aðgengi, bílastæði o.fl..
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 510
14. maí, 2014
Annað
Fyrirspurn
Borist hafa ábendingar um uppsetningu skúrs á lóðinni, sem samræmist ekki byggingarreglugerð, og ekki liggur fyrir samþykki meðeganda í húsi, svo sem lög um fjöleignahús kveða á um. Enn fremur hefur verið gert bílastæði á lóðinni, sem er í ósamræmi við deiliskipulag svæðisins. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 12.09.13 eiganda eignar 0101 skylt að fjarlægja skúrinn innan 4 vikna, eða að öðrum kosti færa hann þannig að hann samræmist byggingarreglugerð nr. 112/2012 og að fengnu samþykki meðeiganda í húsi. Ennfremur fjarlægja bílastæði eða sækja um staðsetningu þess að öðrum kosti. Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekaði 12.03.14 fyrirmæli til eiganda eignar nr. 0101. Yrði ekki brugðist við því innan 4 vikna mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæðum 56. greinar laga um mannvirki nr. 160/2010 til að knýja fram úrbætur.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir kr. 10.000 á dag á eigendur eignar 0101 frá og með 1. júlí 2014 í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 hafi ekki verið brugðist við erindinu fyrir þann tíma.