Uppsetning siglingamerkis, gjöf frá Cuxhvaven
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 477
11. september, 2013
Annað
Fyrirspurn
Tekið fyrir erindi Cuxhavenfélagsins um uppsetningu "Kugelbake" (siglingarmerkis) frá stjórn vinabæjarfélagsins Cuxhaven-Hafnarfjörður í Hafnarfirði, varðandi fyrirhugaða 25 ára afmælisgjöf frá vinabæjarfélaginu í Cuxhaven. Skipulags- og byggingarráð fól skipulags- og byggingarsviði að skoða og vinna tillögu að því hvernig hægt sé að koma merkinu fyrir á lóðamörkum við gömlu Flensborgarlóðina/hafnarbúðirna.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur til aðra staðsetningu að höfðu samráði við skipulags- og byggingarsvið og hafnarstjóra. Skipulags- og byggingarfulltrúi veitir framkvæmdaleyfi fyrir uppsetningu siglingamerkisins við norð-austurenda lóðarinnar Strandgata 82, sjá meðfylgjandi gögn.