Krýsuvík - Seltún, deiliskipulag
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1713
30. október, 2013
Annað
Fyrirspurn
11. liður úr fundargerð SBH frá 22.okt. sl. Kynnt staða vinnu við matslýsingu og deiliskipulag svæðisins. Yngvi Þór Loftsson fulltrúi Landmótunar mætir á fundinn.
Skipulags- og byggingarráð þakkar kynninguna og samþykkir að senda framlagða matslýsingu til auglýsingar og umsagnar. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að matslýsing fyrir deiliskipulags Seltúns verði send til auglýsingar og umsagnar skv. 40. grein skipulagslaga nr. 123/2010."
Svar

Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls.
Geir Jónsson tók þessu næst til máls. Sigríður Björk Jónsdóttir kom að ansvari við ræðu Geirs Jónssonar.
Rósa Guðbjartsdóttir tók síðan til máls. Fleiri tóku ekki til máls.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi tillögu með 11 atkvæðum.