Krýsuvík - Seltún, deiliskipulag
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1709
4. september, 2013
Annað
Fyrirspurn
6.liður úr fundargerð SBH frá 27.ágúst sl. Tekin til umræðu tillaga Skipulags- og byggingarsviðs um að hefja deiliskipulag svæðis í Seltúni til að bæta ferðamannaaðstöðu á svæðinu. Styrkur 1 milljón kr fékkst frá ferðamálasjóði.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að hefja vinnu deiliskipulags svæðis í Seltúni. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að hefja vinnu við gerð deiliskipulags svæðis í Seltúni í samræmi við 41. gr. laga nr. 123/2010."
Svar

Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls.

Bæjarsjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi tillögu með 11 atkvæðum.