Suðurgata 94,96,98. Breyting á innra skipulagi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 473
14. ágúst, 2013
Annað
‹ 17
18
Fyrirspurn
Benedikt Sveinsson sækir 07.08.13 um leyfi fyrir breytingu á innra skipulagi fyrir íbúð 0201. Steyptur burðarveggur í stofu felldur út. Komið fyrir stálbitum í þakrými í staðinn.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu, þar sem ekki er hægt að sjá af uppdráttum að þeir séu gerðir af löggiltum hönnuði, sbr. 25. grein laga um mannvirki nr. 160/2010, liði a) og c):
"Rétt til að leggja fram uppdrætti vegna byggingarleyfis hafa þeir sem til þess hafa hlotið löggildingu Mannvirkjastofnunar. Löggildingin skiptist í eftirfarandi svið:
a) Arkitektar og byggingarfræðingar geta fengið löggildingu til að gera aðaluppdrætti, uppdrætti að skipulagi lóða og tilheyrandi deiliuppdrætti.
c) Byggingarverkfræðingar og byggingartæknifræðingar geta fengið löggildingu til að gera aðaluppdrætti og tilheyrandi deiliuppdrætti, enda hafi þeir öðlast a.m.k. fimm ára starfsreynslu hjá löggiltum fagmanni á því sviði."