Hraunbrún 26, ný bifreiðageymsla, viðbygging, úttektir og skráning
Hraunbrún 26
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 463
5. júní, 2013
Annað
Fyrirspurn
Byggingarfulltrúi samþykkti árið 2008, viðbyggingu og byggingu á nýrri bifreiðageymslu. Síðasta skráða úttekt er á rakasperrum árið 2010. Hvorki fokheldis- né lokaúttekt hefur farið fram.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að boða til fokheldisúttektar, en lokaúttektar hafi mannvirkið verið tekið í notkun, sbr. lög um mannvirki nr. 160/2010. Jafnframt er bent á ábyrgð eiganda að hafa eftirlit með störfum byggingarstjóra samkvæmt sömu lögum.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 120954 → skrá.is
Hnitnúmer: 10032685