Umhverfis- og framkvæmdaráð - 189
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3354
27. júní, 2013
Annað
‹ 18
19
Svar

Lögð fram fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 26. júní sl. 19.1. 1006187 - Ráð og nefndir 2010-2014, kosningar, Á fundi bæjarstjórnar 19.júní sl. var kosið í ráð og nefndir og eftirfarandi samþykkt:

Umhverfis og framkvæmdarráð
Aðalmenn
Margrét Gauja Magnúsdóttir, Suðurgötu 38, formaður
Hörður Þorsteinsson, Stuðlabergi 38
Árni Stefán Jónsson, Stuðlabergi 110
Helga Ingólfsdóttir, Brekkugötu 26
Ólafur Ingi Tómasson, Fjóluhvammi 9

Varamenn
Árni Björn Ómarsson, Hverfisgötu 22
Dagbjört Rún Guðmundsdóttir, Reykjarvíkurvegur 30
Gestur Svavarsson, Blómvangur 20
Konráð Jónsson, Þrastarási 42
Lára Janusdóttir, Teigabyggð 8
Umhverfis- og framkvæmdaráð kýs Árna Stefán Jónsson sem varaformann ráðsins með 3 atkvæðum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá. 19.3. 1110157 - Geymslusvæði Kapelluhrauni, gatnagerð og gjöld Tekin fyrir fyrirspurn Geymslusvæðisins hf dags 10.júní 2013. Erindinu er vísað út bæjarráði til umsagna. Umhverfis- og framkvæmdsviði er falið að ræða við bréfritara og afla frekari upplýsinga um erindið. 19.4. 1306109 - Reykjanesfólkvangur, samstarfssamningur Lagt fram erindi SSH dagsett 5. júní 2013 varðandi tillögu að mótun nýs samstarfssamnings um rekstur og stjórnun Reykjanesfólkvangs. Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og felur Umhverfisteyminu að leggja fram umsögn. 19.5. 1106161 - Tillögur Ungmennaráðs Hafnarfjarðar. Lagðar fram tillögur Ungmennaráðs Hafnarfjarðar. Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar ungmennaráði fyrir framkomnar tillögur og felur Umhverfis- og framkvæmdsviði að taka þær til athugunar. 19.7. 1210331 - Umhverfi og framkvæmdir - fjárhagsáætlun 2013 Farið yfir framkvæmdaáætlun 2013. Lagt fram. 19.8. 1301060 - Sorpa bs, fundargerðir 2013 Lögð fram fundargerð nr. 320 og 321. Lagt fram. 19.9. 1110137 - Umhverfisteymi fundargerðir Lögð fram fundargerð nr. 24. Lagt fram.