Deiliskipulag svæðis norðan Hvaleyrarbrautar.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 323
28. maí, 2013
Annað
Fyrirspurn
Tekið til umræðu ástand svæðis sem afmarkast af Lónsbraut, Óseyrarbraut, Fornubúðum, Hvaleyrarbraut og bátaskýlasvæði.
Svar

Skipulags- og byggingarráð telur að skoða beri hvort deiliskipulag svæðisins þarfnist endurskoðunar og vísar því til umsagnar hafnarstjórnar. SBH samþykkir að fela skipulags- og byggingasviði að gera úttekt á ástandi bygginga og umgengi á lóðum fyrir neðan Hvaleyrabraut á svæði sem afmarkast frá Hvaleyrabraut 20 til Hvaleyrabrautar 30.
Úttektin verði gerð í samráði við hafnarstjórn og skilað verði umsögn og tillögum til úrbóta til SBH.