Miðbær Hraun vestur, deiliskipulag.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 377
25. ágúst, 2015
Annað
Fyrirspurn
Deiliskipulag reits sem afmarkast af Austurgötu, Reykjavíkurvegi, Álfaskeiði, lóðamörkum húsa austan Hverfisgötu og Læknum. Að hluta til nýtt skipulag og að hluta til endurskoðun deiliskipulags Miðbæjar 1981. Deiliskipulag Hverfisgata-Mjósund-Austurgata-Gunnarssund verði fellt inn í deiliskipulagið. Skipulagið var auglýst skv. skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdir bárust. Lögð fram tillaga Skipulags- og byggingarsviðs að svörum við innkomnum athugasemdum.
Svar

Skipulags- og byggingarráð tekur undir svör skipulags- og byggingarsviðs, samþykkir deiliskipulagið skv. 41. gr skipulagslaga 123/2010 og gerir eftirfarandi tillögu til Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar: "Bæjarstjórn Hafnarfjaðar samþykkir deiliskipulag fyrir Miðbær Hraun vestur og að málinu verði lokið skv. 42 gr. skipulagslaga nr 123/2010."