Miðbær Hraun vestur, deiliskipulag.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1745
13. maí, 2015
Annað
Fyrirspurn
8.liður úr fundargerð SBH frá 5.maí sl. Tekið til umræðu á ný deiliskipulag reits sem afmarkast af Austurgötu, Reykjavíkurvegi, Álfaskeiði, lóðamörkum húsa austan Hverfisgötu og Læknum. Að hluta til nýtt skipulag og að hluta til endurskoðun deiliskipulags Miðbæjar 1981. Deiliskipulag Hverfisgata-Mjósund-Austurgata-Gunnarssund verði fellt inn í deiliskipulagið. Kynningarfundur var haldinn 18.11.14. Áður lagðir fram minnispunktar frá kynningarfundinum. Gefið var færi á að skila inn athugasemdum og ábendingum til 22.12.14. Áður lögð fram samantekt á innkomnum athugasemdum. Skipulags- og byggingarráð lagði til að endurskoðað verði markmið um fjölgun íbúða í greinargerð skipulagsins. Skipulags og byggingarráð samþykkir að deiliskipulagið verði auglýst skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að deiliskipulag Miðbær Hraun vestur verði auglýst skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010. "
Svar

Ólafur Ingi Tómasson tók til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að breyta markmiði deiliskipulags Hraun Miðbær vestur með eftirfarandi hætti: Í stað texta markmiðskafla tillögunar sem hljóðar svo: Ekki verði heimilt að fjölga íbúðum í þegar byggðum húsum á deiliskipulagssvæðinu, kemur eftirfarandi texti: Heimilt verður að fjölga íbúðum í þegar byggðum húsum svo framarlega sem þær uppfylli allar kröfur um íbúðir samkvæmt kafla 6.7 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Þar sem sýnt er að ekki sé hægt að uppfylla bílastæðakröfur innan lóðar er heimilt að uppfylla þær á almennum bílastæðum gegn greiðslu sérstaks gjalds. Ekki verða sérmerkt stæði á bæjarlandi í þeim tilgangi."

Gunnar Axel Axelsson tók þá til máls, Ólafur Ingi Tómasson kom að andsvari, Gunnar Axel Axelsson svaraði andasvari, Ólafur Ingi Tómasson kom að andsvari öðru sinni og dró tillögu sína til baka.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi tillögu skipulags- og byggingarráðs með 11 samhljóða atkvæðum.