Miðbær Hraun vestur, deiliskipulag.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 368
7. apríl, 2015
Annað
Fyrirspurn
Tekið til umræðu á ný deiliskipulag reits sem afmarkast af Austurgötu, Reykjavíkurvegi, Álfaskeiði, lóðamörkum húsa austan Hverfisgötu og Læknum. Að hluta til nýtt skipulag og að hluta til endurskoðun deiliskipulags Miðbæjar 1981. Deiliskipulag Hverfisgata-Mjósund-Austurgata-Gunnarssund verði fellt inn í deiliskipulagið. Kynningarfundur var haldinn 18.11.14. Áður lagðir fram minnispunktar frá kynningarfundinum. Gefið var færi á að skila inn athugasemdum og ábendingum til 22.12.14. Áður lögð fram samantekt á innkomnum athugasemdum.
Svar

Skipulags- og byggingarráð leggur til að endurskoðað verði markmið um fjölgun íbúða í greinargerð skipulagsins. Frestað.