Hafnarstjórn - 1427
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3351
16. maí, 2013
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 14. maí sl.
Svar

Lagt fram til kynningar. 14.1. 1305121 - Háigrandi hf, aðalfundur 2013 Lagt fram fundarboð til aðalfundar Háagranda hf. 21. maí 2013, kl 16:00 Hafnarstjórn tilnefnir Má Sveinbjörnsson hafnarstjóra fulltrúa hafnarinnar á aðalfundinn. 14.2. 1209178 - Fjárhagsáætlun, uppgjör og ársreikningur 2013 Farið yfir stöðu mála. Hafnarstjóri rakti stöðu lána hafnarinnar og lagði fram yfirlit yfir skipaumferð og vörumagn fyrstu þrjá mánuði ársins. 14.3. 1305136 - Sjómannadagurinn 2013 Farið yfir hlutverk hafnarinnar. Hafnarstjórn samþykkti að aðkoma hafnarinnar verði með hefðbundnu sniði, höfnin býður siglingu og tekur þátt í framkvæmd Sjómannadagsins eins og áður. 14.4. 1006284 - Aðalskipulag Hafnarfjarðar heildarendurskoðun. Rætt um hafnarsvæði í endurskoðun aðalskipulags Hafnarfjarðar. Rætt um stöðu aðalskipulags á hafnarsvæðum Hafnarfjarðar. Ákveðið að hefja vinnu við hafnarhluta aðalskipulagsins.