Vatnsendakrikar í Heiðmörk, kalt vatn, nýting
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 7 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 621
13. júlí, 2016
Annað
Fyrirspurn
Lilja Oddsdóttir umhverfisverkfræðingur hjá Mannvit óskar eftir með bréfi dags. 1. júlí 2016 að setja upp vatnshæðarmæli í Hvaleyrarvatni vegna áforma um aukið eftirlit með vatnsvinnslu í Vatnsendakrikum og mögulegu samspili vinnslu þar og grunnvatnshæðar á vinnslusvæði Vatnsveitu Hafnarfjarðar í Kaldárbotnum. Uppsetningin verður í ótilgreindan tíma eða fram til 2020 hið minnsta og felur í sér lagningu 1" galvaníseraðs vatntsrörs ca. 24 m útí vatnið. Á bakkanum myndi rör hýsa mælingartæki og þyrfti einnig að festa vatnsrör niður á vatnsbotn. Umsögn Dags Jónssonar veitustjóra liggur fyrir.
Svar

Skipulags og byggingarfulltrúar veita umbeðið leyfi en áréttar að mikil umferð er um Hvaleyarvatn að vetri og þarf að huga að því að yfirborðið er breytilegt eftir árstíðum. Hafnarfjarðarbær ber ekki ábyrgð á neinu tjóni sem kann að hljótast á búnaði vegna umferðar um vatnið. Óskað er eftir því að þessi framkvæmd verði gerð í samstarfi við umhverfis- og skipulagsþjónustu og skógræktarfélag Hafnarfjarðar með það í huga að þessi tæki séu ekki áberandi í landinu.