Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins breyting vegna endurskoðunar aðalskipulags Reykjavíkur og annarra sveitarfélaga
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1714
13. nóvember, 2013
Annað
Fyrirspurn
10. liður úr fundargerð SBH frá 5.nóv. sl.
Lagt fram bréf Hrafnkels Proppé svæðisskipulagsstjóra f.h. Sambands sveitarfélaga á Höfuðborgarsviðinu dags. 21.10.13. Svæðisskiplagsnefnd samþykkti að leggja að breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024 vegna aðalskipulags Reykjavíkur og annarra sveitarfélaga fyrir hlutaðeigandi sveitarstjórnir til samþykktar sk.v 25. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 9. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006, með þeim lagfæringum sem fagráð leggur til. Skipulags- og byggingarráð gerir ekki athugasemd við tillöguna og vísar henni til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar til samþykktar.
Svar

Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls, þá bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, síðan Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari við ræðu Rósu Guðbjartsdóttur. Sigríður Björk Jónsdóttir tók þessu næst til máls, Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari. Þá tók Guðfinna Guðmundsdóttir til máls.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi tillögu að breytingu að svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins með 11 atkvæðum.