Aðalskipulag Hafnarfjarðar breyting Mjósund 10
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1708
21. ágúst, 2013
Annað
Fyrirspurn
2. liður úr fundargerð SBH frá 13. ág. sl. Mjósund 10 ehf sækir 19.04.13 um að aðalskipulagi fyrir lóðina Mjósund 10 verði breytt þannig að hún verði á íbúðarsvæði í stað svæðis fyrir stofnanir. Lögð fram tillaga Skipulags- og byggingarsviðs að aðalskipulagsbreytingu dags. 13.08.13.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir aðalskipulagsbreytinguna og að hér sé um óverulega breytingu að ræða, sem falli undir 2. mgr. 26. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005-2015 dags. 13.08.13 hvað varðar stofnanasvæði Gamla Lækjarskóla og Mjósunds 10, þannig að notkun lóðarinnar Mjósund 10 breytist í íbúðarsvæði til samræmis við aðliggjandi íbúðarbyggð. Bæjarstjórn telur að breytingin sé óveruleg, þar sem um lítið svæði er að ræða, breytingin snertir fáa og áhrif hennar teljast vera fremur jákvæð, og að farið verði með breytinguna skv. 2. mgr. 36. greinar skipulagslaga nr. 123/2010."
Svar

Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls. Þá Gunnar Axel Axelsson. Sigríður Björk Jónsdóttir kom að andsvari. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri, tók til máls.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum framlagða tillögu.