Endurfjármögnun láns
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1725
14. maí, 2014
Annað
Fyrirspurn
2. liður úr fundargerð BÆJH frá 8. maí sl. Tekið fyrir að nýju. Fulltrúi HF verðbréfa mætti á fundinn og lagði fram drög að útgáfulýsingu fyrir útgáfu og sölu skuldabréfa. Bæjarráð vísar fyrirliggjandi drögum með áorðnum breytingum að útgáfulýsingu til afgreiðslu í bæjarstjórn: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að heimila bæjarstjóra að ganga frá gerð og undirritun útgáfulýsingar sem byggir á fyrirliggjandi drögum að útgáfulýsingu fyrir skuldabréfaflokkinn "HFJ 141". Heildarútgáfa flokksins verði allt að kr. 8 milljarðar að nafnverði. Jafnframt er bæjarstjóra heimilað að ganga frá útgáfu og sölu skuldabréfa úr skuldabréfaflokknum fyrir allt að 5,5 milljaða kr. að nafnverði."
Svar

Gunnar Axel Axelsson tók til máls, þá bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, síðan Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari við ræðu Rósu Guðbjartsdóttur, Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari, bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari öðru sinni, Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari öðru sinni, Gunnar Axel Axelsson kom einnig að andsvari við ræðu Rósu Guðbjartsdóttur, Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari.

Valdimar Svavarsson tók þessu næstu til máls, Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari, Valdimar Svavarsson svaraði andsvari, Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari öðru sinni.

Eyjólfur Þór Sæmundsson tók þá til máls.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi tillögu með 6 atkvæðum.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá og lagði Rósa Guðbjartsdóttir fram eftirfarandi bókun fyrir þeirra hönd:
"Fyrirhuguð útgáfa skuldabréfa dregur úr gjaldeyrisáhættu og gefur bæjarfélaginu fjárhagslegt svigrúm sem mikilvægt er að verði ekki notað til óábyrgra ráðstafana í fjárfestingu eða rekstri, heldur til þess að ná niður skuldum Hafnarfjarðarbæjar og styrkja þannig fjárhagsstöðuna, eins og sjálfstæðismenn hafa ítrekað talað fyrir í bæjarstjórn. Þrátt fyrir þessa endurfjármögnun eru 40 milljarða skuldir bæjarfélagsins enn til staðar og greiðslubyrði og kostnaður vegna þeirra hafa íþyngjandi áhrif á rekstur bæjarins um ókomin ár. Sjálfstæðismenn ítreka að brýnasta verkefnið á komandi árum verður að lækka skuldirnar með afgerandi og ábyrgum hætti."

Gert var stutt fundarhlé og síðan var fundi fram haldið.

Bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs:
"Þetta mikilvæga skref í endurfjármögnun Hafnarfjarðarbæjar sýnir með skýrum hætti annars vegar trausta fjármálastjórn bæjarins og hins vegnar mikla trú lánveitenda á stöðu og framtíð bæjarfélagsins. Það er fagnaðarefni að þessi mikilvægi árangur sem náðst hefur á síðustu árum liggi fyrir með svo skýrum hætti í lok kjörtímabilsins. Það skýtur að sama skapi skökku við að bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins treysti sér ekki til að fylgja eftir lokaþætti þessa verkefnis þrátt fyrir virka þátttöku þeirra í öllum undirbúningi og ítrekaðar yfirlýsingar þeirra um að vel hafi verið að málum staðið."

Gert var stutt fundarhlé og var fundi síðan framhaldið að nýju.