Kirkjuvellir 1, Ástjarnarsókn, lóðaúthlutun
Kirkjuvellir 1
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1702
24. apríl, 2013
Annað
Fyrirspurn
8.liður úr fundargerð BÆJH frá 18.apríl sl. Lögð fram tillaga um úthlutun lóðarinnar Kirkjuvellir 1 til kirkjubyggingar fyrir Ástjarnarsókn, en sóknin hefur haft vilyrði fyrir lóðinni.
Geir Jónsson vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu þessa erindis.
Bæjarráð staðfestir fyrirliggjandi úthlutunarskilmála og leggur til við bæjarstjórn: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að úthluta Ástjárnarsókn lóðinni Kirkjuvellir 1 til byggingar kirkju í samræmi við fyrirliggjandi gögn og nánari skilmála skipulags- og byggingarfulltrúa."
Svar

Geir Jónsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri, tók til máls.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum framlagða tillögu.

Geir Jónsson tók sæti á fundinum að nýju.

221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 197735 → skrá.is
Hnitnúmer: 10003920