Skarðshlíð,Tillaga Sjálfstæðisflokks.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1701
10. apríl, 2013
Annað
Fyrirspurn
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu: Bæjarstjórn samþykkir að frestað verði í bili úthlutun lóða í Skarðshlíð, áhersla verði lögð á að klára uppbyggingu hverfa sem nú þegar eru í byggingu, þéttingu byggðar og að sett verði í forgang að bæta vegsamgöngur að nýjustu íbúða- og atvinnusvæðum bæjarins.
Svar

Kristinn Andersen tók til máls. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri, kom að andsvari. Kristinn Andersen svaraði andsvari. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Kristinn Andersen svaraði andsvari öðru sinni. Gunnar Axel Axelsson tók til máls. Kristinn Andersen kom að andsvari. Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari. Kristinn Andersen kom að andsvari öðru sinni. Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari öðru sinni. Kristinn Andersen kom að stuttri athugasemd. Valdimar Svavarsson tók til máls. Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari. Valdimar Svavarsson svaraði andsvari. Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari öðru sinni. Valdimar Svavarsson svaraði andsvari öðru sinni. Gunnar Axel Axelsson kom að stuttri athugasemd. Valdimar Svavarsson kom að stuttri athugasemd. Geir Jónsson tók til máls. Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari. Geir Jónsson svaraði andsvari. Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari öðru sinni. Geir Jónsson svaraði andsvari öðru sinni. Gunnar Axel Axelsson kom að stuttri athugasemd. Geir Jónsson kom að stuttri athugasemd. Guðfinna Guðmundsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Geirs Jónssonar. Geir Jónsson svaraði andsvari. Guðfinna Guðmundsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Geir Jónsson svaraði andsvari öðru sinni. Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls. Valdimar Svavarsson kom að andsvari. Sigríður Björk Jónsdóttir svaraði andsvari. Valdimar Svavarsson kom að andsvari öðru sinni. Sigríður Björk Jónsdóttir svaraði andsvari öðru sinni.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar felldi framlagða tillögu með 6 atkvæðum. 5 greiddu atkvæði með tillögunni.

Kristinn Andersen kom að svohljóðandi bókun f.h. fulltrúa Sjálfstæðisflokks:
"Bæjarfulltrúar Sjálfstæðinsflokksins harma að bæjarfulltrúar Samfylkingar og vinstri grænna samþykki ekki ofangreinda tillögu.

Í Hafnarfirði eru nú hátt í 600 íbúðir eða hús í byggingu eða ekki flutt inn í og er talið að sá fjöldi muni anna eftirspurn eftir húsnæði í bænum næstu 3-4 árin.
Nauðsynlegur kostnaður við uppbyggingu hverfisins, eða um tveir milljarðar króna, rúmast engan veginn innan ramma tíu ára fjárhagsáætlunar bæjarins þar sem gert er ráð fyrir einungis 360 milljónum króna til nýframkvæmda á tímabilinu. Öll rök hníga þannig að því að vegna fjárhagsstöðu sveitarfélagsins og eftirspurnar og stöðunnar á byggingamarkaði beri að bíða með úthlutun og uppbyggingu þessa nýja hverfis. Væntanlegar tekjur vegna nýrra íbúa hrökkva ekki upp í þann kostnað sem bærinn þyrfti að standa undir vegna þjónustu við íbúana.
Í nýlegri samantekt Skipulags- og byggingarsviðs Hafnarfjarðar kemur fram að nokkur fjöldi lóða er laus í eldri hlutum bæjarins og svæði sem hugsanlega mætti endurskipuleggja með þetta í huga. Raunhæft er að áætla að byggja mætti um 200 hús eða íbúðir gangi slíkar breytingar eftir.
Með þéttingu byggðar á næstu árum yrði komið til móts við væntanlega aukna eftirspurn eftir byggingalóðum án þess að bærinn þyrfti að leggja út í mikla grunnfjárfestingu samhliða, tengdri þjónustu og þörfum nýrra íbúa.
Brýnt er að halda áfram og ljúka frágangi í nýbyggðum hverfum bæjarins á næsta ári. Íbúar þeirra hverfa hafa þegar greitt gatnagerðargjöld sín og ber bæjarfélaginu að ljúka því verkefni sínu að ganga frá hverfunum þannig að sómi sé að. Mikilvægt er að öryggi íbúa, ekki síst barna og annarra vegfarenda verði tryggt í þessum hverfum sem og annars staðar.

Samgöngur til og frá nýjustu íbúða- og atvinnusvæðum bæjarins er eitt af forgangsverkefnum sveitarfélagsins á komandi misserum. Bættar vegsamgöngur eru forsenda þess að hægt sé að selja lóðir undir atvinnustarfsemi og að ný íbúðahverfi byggist upp með eðlilegum hætti.
Valdimar Svavarsson (sign), Helga Ragnheiður Stefánsdóttir (sign), Kristinn Andersen (sign),
Geir Jónsson (sign), Helga Ingólfsdóttir (sign).


Gert stutt fundarhlé.

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að svohljóðandi bókun f.h. fulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna:
"Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna benda á að þessi frestunartillaga kemur fram án þess að lögð hefur verið fram tillaga um úthutun í Skarðshlíð. Jafnframt er rétt að benda á að það er stefna meirihlutans að ljúka frágangi og framkvæmdum í eldri hverfum jafnframt því sem uppbygging verði hafin í Skarðshlíð. Einnig er ávallt verið að skoða þéttingu byggðar sem geti með skynsamlegum hætti fallið að skipulagi.

Fyrir liggur að hagkvæmt er og skynsamlegt að hefja uppbyggingu í Skarðshlíð í áföngum. Fyrirliggjandi hagkvæmnigreining styður þetta.

Það er hlutverk sveitarfélaga að veita fólki fjölbreytt úrvarl lóða við val á búsetu. Einnig hefur verið unnið að áætlun varðandi vegtengingar og hefur skipulags- og byggingaráð þegar samþykkt að hafin verði vinna við veghönnun Ásvallabrautar. Sú veghönnun og framkvæmd er mikilvæg og ótengd mögulegri úthlutun lóða í Skarðshlíð.

Málatilbúnaður Sjálfstæðisflokksins er til þess eins fallinn að tefja eðlilega, jákvæð og fjölbreytta uppbyggingu í bæjarfélaginu."

Margrét Gauja Magnúsdóttir (sign), Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir (sign), Gunnar Axel Axelsson (sign),
Hörður Þorsteinsson (sign), Sigríður Björk Jónsdóttir (sign), Guðfinna Guðmundsdóttir (sign).