Menningar- og ferðamálanefnd - 201
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3350
2. maí, 2013
Annað
‹ 12
13
Fyrirspurn
Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 22.4. sl.
Svar

Lagt fram til kynningar. 13.3. 1304346 - Bæjarbíó Tillaga menningar- og ferðamálanefndar varðandi nýtingu á Bæjarbíói. Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri-grænna leggja til að gengið verði til viðræðna við Gaflaraleikhúsið um áframhaldandi samstarf við Hafnarfjarðarbæ um rekstur leikhúss og leiklistartengdrar starfsemi, og um afnot og umsjón með húsnæði Bæjarbíós. Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri-grænna mæla því ekki með framlengingu samnings við Kvikmyndasafn Íslands um umsjón Bæjarbíós, en leggja áherslu á safninu verði tryggð afnot af aðstöðu í húsinu til sýningarhalds.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins situr hjá og leggur fram eftirfarandi bókun: Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins telur tillöguna sem hér er lögð fram ótímabæra þar sem hvorki liggi fyrir raunhæf kostnaðaráætlun né samkomulag við núverandi notendur hússins (Kvikmyndasafn Íslands). En er eindregið á þeirri skoðun að gengið skuli til samninga um áframhaldandi samstarf við Gaflaraleikhúsið um rekstur leikhúss og leiklistarstarfsemi í Hafnarfirði.
Menningar- og ferðamálanefnd vísar þessari tillögu til Bæjarráðs til umfjöllunar.