Skarðshlíð lóðaúthlutun
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 7 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1709
4. september, 2013
Annað
Fyrirspurn
5.liður úr fundargerð BÆJH frá 29.ágúst sl. Lagðir fram úthlutunarskilmálar, úthlutunarreglur og verðtillögur vegna fyrirhugaðrar úthlutunar í Skarðshlíð. Jafnframt mætti upplýsinga- og kynningarfulltrúi á fundinn og fer yfir kynningarefni sem er í vinnslu. Bæjarráð vísar eftirfarandi tillögum til bæjarstjórnar:
"Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi úthlutunarskilmála."
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggandi reglur um úthlutun íbúðalóða."
"Bæjarstjórn Hafnfjarðar samþykkir að verð lóða í Skarðshlíð verði eftirfarandi: Einbýli 11.007.830 kr. lágmarksverð miðað við 220m2 hús Parhús 8.895.216 kr. lágmarksverð miðað við 200m2 hús Raðhús 8.005.694 kr. lágmarksverð miðað við 180m2 hús Fjölbýli 3.961.151 kr. hver íbúð í 4-8 íbúða húsi 950m2 Fjölbýli 3.335.706 kr. hver íbúð í 9 og fleiri íbúða húsi 1200m2
Vísitala ofangreindra verða er 118,6 (bvt.)"
Svar

Bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls og lagði síðan fram svohljóðandi viðbótartillögu við tillögu um lóðaverð:
"Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að sama verð gildi fyrir lausar lóðir í eldri hverfum."
Þá tók Rósa Guðbjartsdóttir til máls, þessu næst Sigríður Björk Jónsdóttir, Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari við ræðu Sigríðar Bjarkar, Sigríður Björk Jónsdóttir svaraði andsvari, Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari öðru sinni, Sigríður Björk Jónsdóttir svaraði andsvari öðru sinni, Rósa Guðbjartsdóttir kom að stuttri athugasemd.
Valdimar Svavarsson tók síðan til máls, þá Eyjólfur Sæmundssson,Rósa Guðbjartsdóttiir kom að andsvari við ræðu Eyjólfs Sæmundssonar, Eyjólfur Sæmundsson svaraði andsvari, Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari öðru sinni, Eyjólfur Sæmundsson svaraði andsvari öðru sinni, Helga Ingólfsdóttir kom þá að andsvari við upphaflegri ræðu Eyjólfs, Eyjólfur Sæmundsson svaraði andsvari, Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari öðru sinni, Eyjólfur Sæmundsson svaraði andsvari öðru sinni.
Kristinn Andersen tók þá til máls, síðan Geir Jónsson, Lúðvík Geirsson kom að andsvari við ræðu Geirs, Geir Jónsson svaraði andsvari.
Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.

Bæjarstjórn samþykkti með 6 atkvæðum fyrirligjandi úthlutunarskilmála.

Bæjarstjórn samþykkti með 6 atkvæðum fyrirliggjandi reglur um úthlutun lóða.

Bæjarstjórn samþykkti með 6 atkvæðum fyrirliggjani tillögu um lóðaverð og jafnfram viðaukatillögu við hana.

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins bóka eftirfarandi:
"Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ítreka afstöðu sína um að ekki sé tímabært að hefja úthlutun og sölu lóða í Skarðshlíð vegna fjárhagsstöðu sveitarfélagsins og aðstæðna á byggingarmarkaði. Nauðsynlegur kostnaður við uppbyggingu hverfisins, eða um tveir milljarðar króna, rúmast engan veginn innan ramma tíu ára fjárhagsáætlunar bæjarins. Einnig vegur þungt að ákvæði í samningum við slitastjórn Depfa bankans þar sem allar lóðir bæjarfélagsins eru veðsettar bankanum og 90% af andvirði þeirra rennur til bankans við sölu þeirra.

Þess í stað ætti að leggja áherslu á að hefja framkvæmdir við Ásvallabraut í því skyni að bæta samgöngur úr og í nýjustu hverfi bæjarins. Sett verði í forgang og leitað leiða við að leggja brautina á hagkvæmari hátt en gert hefur verið ráð fyrir svo af framkvæmdinni megi verða fyrr en síðar. Þetta er brýnt hagsmunamál fyrir Hafnfirðinga, sérstaklega íbúa á Völlum. Einnig er brýnt að þétta byggð og klára frágang og uppbyggingu í nýjum hverfum sbr. á Völlum 6, Áslandi 3 og í Skipalóni."

Gert var stutt fundarhlé.

Bæjarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna bókuðu eftirfarandi:
"Bæjarfulltrúar meirihlutans fagna því að bæjastjórn hefur samþykkt mótatkvæðalaust nýja úthlutunarskilmála fyrir fyrsta áfanga í hinu glæsilega nýbyggingarsvæði í Skarðshlíð. Bæjarbúar og aðrir vinir Hafnarfjarðar eru hvattir til að kynna sér þá áhugaverðu og hagkvæmu kosti sem er í boði á þessu einstaka byggingarsvæði."