Samþykkt um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 7 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1763
13. apríl, 2016
Samþykkt
‹ 11
12
Fyrirspurn
3.liður úr fundargerð forsetanefndar frá 11.mars sl.
Tekið fyrir að nýju.
Forsetanefnd vísar samþykkt um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson tekur til máls.
Bæjarfulltrúi Kristinn Andersen tekur til mál. Leggur fram eftirfarandi breytingatillögu á fyrirliggjandi drögum að „Samþykkt um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar": Í 39. grein, hluta A um kosningar til eins árs, falli niður 6. liður um Hafnarráð og tölusetning liðanna þar á eftir breytist eftir því. Í hluta B um kosningar til fjögurra ára bætist við nýr 3. liður: "Hafnarstjórn. Fimm aðalmenn og jafnmargir til vara skv. 10. gr. hafnalaga nr. 61/2003 og grein 2 í hafnarreglugerð fyrir Hafnarfjarðarhöfn nr. 432/2012. Tölusetning liðanna þar á eftir breytist eftir því." Til andsvars kemur Gunnar Axel Axelsson, bæjarfulltrúi. Kristinn Andersen bæjarfulltrúi svarar andsvari.
Til máls tekur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson. Bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson. Bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson svarar andsvari öðru sinni. Gunnar Axel Axelsson bæjarfulltrúi kemur að stuttri athugasemd.
Forseti ber upp til atkvæða breytingatillögu bæjarfulltrúa Kristins Andersen,
fundarhlé kl. 16:59, fundi framhaldið kl. 17:06.
Breytingatillaga Kristins samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
Forseti ber upp til atkvæða að vísa málinu til seinni umræðu samþykkt með 7 atkvæðum bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar. Bæjarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna. sitja hjá. Gunnar Axel Axelsson bæjarfulltrúi gerir grein fyrir atkvæði sínu.
Svar


Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum, bæjarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna sitja hjá.