Strandgata 32, fyrirspurn um notkun
Strandgata 32
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 450
6. mars, 2013
Annað
Fyrirspurn
Ragnheiður Arngrímsdóttir gerir fyrirspurn, með tölvupósti dags 4.3.2013, hvort heimilt sé að vera með matsölustað í stað ljósmyndastúdíos, eign 0103.
Svar

Í aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005-2025 (bls. 24) er gert ráð fyrir að allt rými á jarðhæð í miðbænum verði nýtt fyrir verslun, veitingahús og þjónustu. Deiliskipulag svæðisins tekur ekki á notkun hússins umfram það sem er í aðalskipulaginu. Sækja þarf um leyfi fyrir breyttri notkun hússins með þar til heyrandi uppdráttum, og sækja þarf um rekstrarleyfi til Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis. Sjá einnig grein 27 í lögum um fjöleignahús varðandi samþykki meðeigenda í húsi.