Motus ehf, vanskilainnheimta
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3393
20. nóvember, 2014
Annað
Fyrirspurn
Tekin fyrir að nýju framlenging á samningi við Motus ehf um vanskilainnheimtu. Fjármálastjóri, deildarstjóri fjárreiðu og sviðsstjóri fjölskylduþjónustu mættu á fundinn og fóru yfir reynsluna af samningnum.
Svar

Bæjarráð samþykkri með 3 atkvæðunm gegn 2 að fela bæjarstjóra að ganga frá samningi við Motus og leggja fyrir bæjarstjórn.

Bæjarráðsfullltrúar Samfylkingar og áheyrnarfulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs leggja fram eftirfarandi bókun:
"Fulltrúar Samfylkingar og VG leggjast gegn gerð samningsins. Ekki hefur verið sýnt fram á að reynsla sveitarfélagsins af samstarfinu sé í samræmi við þær væntingar sem voru uppi við gerð tilraunasamning við fyrirtækið til eins árs. Þvert á móti hefur innheimtukostnaður aukist sem fellur að stærstum hluta á íbúa bæjarins, ekki síst tekjulægstu heimilin."