Menningar- og ferðamálanefnd - 195
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3343
21. febrúar, 2013
Annað
‹ 18
19
Fyrirspurn
Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 12. febrúar sl.
Svar

Lagt fram til kynningar. 19.1. 0703261 - Námsleyfi og styrkir Karl Rúnar Þórsson minjavörður á Byggðasafni Hafnarfjarðar hefur óskað eftir launalausu leyfi í eitt ár. Lagt fram til kynningar 19.2. 1302093 - Ferðabæklingar 2013 Nýjar hugmyndir varðandi ferðabækling Hafnarfjarðar, Hafnarfjörður - the town in the lava, lagðar fram til kynningar. Nefndin styður nýjar hugmyndir og hefur mikinn áhuga á endurbótum á prentuðu efni fyrir ferðafólk. 19.3. 1202073 - Stefnumótun menningar- og ferðamálanefndar í ferðamálum. Unnið að kynningu vegna Ferðamálastefnu Hafnarfjarðar sem haldin verður í febrúar. 19.4. 1301732 - Seltún-öllum til sóma, úthlutun Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða Stjórn framkvæmdasjóð ferðamannastaða veitir Hafnarfjarðarbæ styrk að upphæð 1.000.000.- króna vegna verkefnisins "Seltún - öllum til sóma". Menningar- og ferðamálanefnd fagnar styrkveitingunni og lítur á þetta sem stórt skref í átt að eflingu Seltúns sem áningastaðar ferðfólks.