Hvaleyrarvöllur, jarðvegsframkvæmdir
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 494
23. janúar, 2014
Annað
Fyrirspurn
Vakin hefur verið athygli á því að jarðvegur sem verið sé að keyra á golfvöllinn flæði inn á svæði bátaskýlanna og einnig að yfirborðsvatn flæði af golfvellinum inn á bátaskýlasvæðið af þeim sökum.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir umráðamönnum golfvallarins skylt að fjarlægja umræddan jarðveg af bátaskýlalóðinni án tafar og sjá til þess að vatn flæði ekki inn á það svæði af golfvellinum, sbr. grein 7.1.5 í byggingarreglugerð.