SHS, slökkvistöð við Skarhólabraut, lántaka
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3352
30. maí, 2013
Annað
Fyrirspurn
Tekið fyrir að nýju erindi erindi stjórnar SHS varðandi lántöku vegna slökkvistöðvar. Bæjarstjórn samþykkti lántökuna á fundi sínum 30. janúar sl. Stjórn SHS hefur ákveðið að taka tilboði Lánasjóðs sveitarfélaga og ganga þarf frá ábyrgðum vegna þess.
Svar

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir hér með að veita einfalda og hlutfallslega ábyrgð miðað við eignarhluti 1. janúar í Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins bs. vegna 245.000.000 kr. lántöku fyrirtækisins hjá Lánasjóði sveitarfélaga til 21 árs, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Er einföld og hlutfallsleg ábyrgð þessi veitt skv. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og veitir bæjarstjórn Lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar ofangreindri ábyrgð skv. heimild í 2. mgr. 68. greinar sömu laga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum Er lánið tekið til byggingar á nýrri slökkvistöð við Skarhólabraut í Mosfellsbæ, sem fellur undir lánshæf verkefni sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar skuldbindur hér með sveitarfélagið sem einn eigenda Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. til að selja ekki félagið að neinu leyti til einkaaðila.

Fari svo að Hafnarfjörður selji eignarhlut í Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins bs. til annarra opinberra aðila, skuldbindur Hafnarfjörður sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta.

Jafnframt er Guðrúnu Ágústu Guðmundsdóttur, kt. 121066-4919, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h. Hafnarfjarðarkaupstaðar veitingu ofangreindrar veðtryggingar og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast veitingu tryggingar þessar