Suðurgata 41, St. Jósefsspítali
Suðurgata 41
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3402
12. mars, 2015
Annað
Fyrirspurn
Tekin fyrir niðurstaða út söluauglýsingu húsnæðis St. Jósefsspítala en vilji er til að auglýsa eignina aftur til sölu.
Svar

Bæjarráð ítrekar bókun frá bæjarstjórnarfundi 4. feb. sl þar sem samþykkt var að fela bæjarstjóra viðræður við ríkið sem miði að því að bærinn fái fullt forræði yfir húsnæði St. Jósefsspítala.

Bæjarráðsfulltrúar Samfylkingar og áheyrnarfulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði sendu ríkinu erindi í ársbyrjun 2013 þar sem óskað var eftir viðræðum um að Hafnarfjarðarbær fengi fullan umráðarétt yfir umræddum húseignum og lóðum sem þeim fylgja. Erindi þess efnis var sent eftir að þáverandi ráðherra heilbrigðismála hafi lýst því yfir að hagsmunir bæjarins yrðu best tryggðir með þeim hætti. Var vísað til þess að fordæmi væru fyrir ráðstöfun ríkiseigna og stuðningi við sveitarfélög í þeim tilgangi að endurbæta þær og finna þeim nýtt og verðugt hlutverk, sbr. breytingar gamla héraðssjúkrahússins á Ísafirði í safnahús. Þar lagði ríkið sitt af mörkum til þess að nýta mætti í þágu viðkomandi nærsamfélags byggingar sem ríkið hafði ekki lengur not fyrir. Í júlí 2013 hafnaði núverandi heilbrigðisráðherra því að slíkt gæti orðið nema bærinn myndi greiða fyrir fasteignirnar í samræmi við raunvirði þeirra. Til stuðnings afstöðu sinni vísaði ráðherrann til skráðs fasteignamats eignanna sem á þeim tíma var 426 milljónir króna.

Ítrekaðar tilraunir til að fá ráðherrann til samstarfs um að finna eignunum verðugt hlutverk og koma í veg fyrir frekari niðurníðslu þeirra skiluðu ekki árangri. Í október 2013 lýsti hann því síðan yfir í svari við fyrirspurn á Alþingi að hann útilokaði þar rekstur heilbrigðisþjónustu á vegum hins opinbera og að hann vildi skoða sölu eignanna á frjálsum markaði. Í framhaldinu vísaði hann málinu til fjármálaráðherra með ósk um að fasteignirnar yrðu seldar. Rúmlega ári síðar, eða í árslok 2014 auglýstu Fasteignir ríkisins eignirnar til sölu. Tilboð í eignirnar voru opnuð þann 27. janúar sl. Aðeins tvö tilboð bárust og voru þau langt undir skráðu fasteignamati eignanna.

Á fundi bæjarstjórnar þann 4. febrúar sl. var samþykkt að taka aftur upp þráðinn í viðræðum bæjarins við ríkið um að bærinn fái fullt forræði yfir fasteignum fyrrum St. Jósefsspítala við Suðurgötu. Bæjarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna telja ekki ástæðu til að samþykkja framkomnar óskir ríkisins um að auglýsa eignirnar aftur og ítreka samþykkt bæjarstjórnar."

Gert var stutt fundarhlé.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 122534 → skrá.is
Hnitnúmer: 10025963