Kaplakriki, breyting á deiliskipulagi
Kaplakriki
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 325
25. júní, 2013
Samþykkt
Fyrirspurn
Tekið fyrir erindi Sigurður Einarssonar Batteríinu f.h. Fimleikafélags Hafnarfjarðar, þar sem óskað er eftir heimild til að vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi svæðisins skv. meðfylgjandi gögnum. Skipulags- og byggingarráð óskaði 19.2.2013 eftir að áður en lögð væri fram formleg skipulagstillaga yrði unnin skipulagslýsing vegnar fyrirhugaðrar deiliskipulagstillögu. Lýsing barst 12.4.2013 og var kynnt í samræmi við 40. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Lagðar fram umsagnir Vegagerðarinnar dags. 10.05.13, Skipulagsstofnunar dags. 29.05.13 og Íþróttabandalags Hafnarfjarðar dags. 04.06.13.
Svar

Skipulags- og byggingarráð heimilar umsækjanda að vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við skipulagslýsinguna. Sérstaklega þerf að huga vel að lausn umferðarmála, bílastæðamála og öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda. Aðkoma sjúkra- og slökkvibifreiða þarf m.a. að vera tryggð á öllum tímum.