Kaplakriki, breyting á deiliskipulagi
Kaplakriki
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 332
22. október, 2013
Annað
Fyrirspurn
Tekin fyrir að nýju tillaga Batterísins ehf dags. 29.08.13 að deiliskipulagi svæðisins.
Svar

Eftir athugun skipulags og byggingarsviðs á því hvernig bílastæðamálum er háttað á íþróttasvæðum í nágrannasveitarfélögum, annars vegar við Fífuna í Kópavogi og hins vegar Laugardaglsvöll í Reykjavík er ljóst að núverandi fjöldi stæða á íþróttasvæðinu Kaplakrika mun á engan hátt geta talist viðunandi þegar horft er til þeirra viðmiða sem notuð eru á umræddum svæðum og miðað við þá uppbyggingu sem deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir. Sökum þess er ekki hægt að samþykkja tillöguna óbreytta og er sviðsstjóra falið að óska eftir viðræðum við umsækjendur um útfærslu bílastæða og forgangsröðun uppbyggingar m.t.t. byggingarmagns á svæðinu. Jafnframt verði leitað álits Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna áætlana um öryggisaðkomu.