Reglur um kaup og kjör í stjórnum, ráðum og nefndum
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 8 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1762
16. mars, 2016
Annað
Fyrirspurn
2.liður úr fundargerð forsetanefndar frá 11.mars sl.
Tekið fyrir að nýju. Forsetanefnd leggur til breytingu á greiðslu til varamanna vegna setu á bæjarstjórnarfundum, þannig að lágmarksgreiðsla fyrir hvern fund verði sem svarar 4 klst. (4% sbr. reglur um kaup og kjör í stjórnum ráðum og nefndum) og greitt verði fyrir hverja byrjaða klst umfram það (1% á hverja klst. sbr. reglur um kaup og kjör í stjórnum ráðum og nefndum)
Tillaga að breytingu til samþykktar bæjarstjórnar: Fyrsta setning fjórðu málsgreinar reglna um kaup og kjör þeirra sem starfa í stjórnum, ráðum og nefndum hjá Hafnarfjarðarbæ verði: Greiðslur varamanns í bæjarstjórn skulu vera 4% fyrir hvern fund allt að fjórum klukkustundum og síðan 1% fyrir hverja byrjaða klukkustund umfram það.
Svar

Til máls tekur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson. Við fundarstjórn tekur 1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur forseti Guðlaug Kristjánsdóttir. Við fundarstjórn tekur Guðlaug Kristjánsdóttir.

Tillaga forsetanefndar er samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.