Ásvallabraut tenging Valla og Áslands, deiliskipulag
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 629
24. ágúst, 2017
Samþykkt
Fyrirspurn
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir á fundi sínum þann 15.02.2017 tillögu að deiliskipulagi Ásvallabrautar og tengingu Valla og Áslands. Tillagan var auglýst frá 06.04. 2017-18.05.2017. Samhliða breytast mörk deiliskipulags fyrir Ásland 3 og Hlíðarþúfur eins og meðfylgjandi uppdrættir sýna. Lagðar fram fjórar athugasemdir, ásamt umsögn umhverfis- og skipulagsþjónustu dags. 22. ágúst 2017, sem bárust en 1 átti við annað deiliskipulag og er því ekki tekin með í þesari umfjöllun.
Svar

Skipulags- og byggingarráð samþykkir umsögn umhverfis- og skipulagsþjónustu dags. 22. ágúst 2017 og deiliskipulag Ásvallabrautar og tengingu Valla og Áslands fyrir sitt leyti og leggur til við bæjarstjórn:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir deiliskipulag Ásvallabrautar og tengingu Valla og Áslands og að málinu verði lokið í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010".