Ásvallabraut tenging Valla og Áslands, deiliskipulag
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 379
8. september, 2015
Annað
Fyrirspurn
Deiliskipulag Ásvallabrautar milli Valla 7 (Hádegishlíðar) og Áslands 3.
Svar

Með færslu Ásvallabrautar frá núverandi skipulagi suður fyrir hesthúsin Hlíðarþúfur er tekið tillit til sjónarmiða íbúa í Áslandi 3. Umferð mun færast fjær íbúðarbyggð og tenging við Kaldárselsveg verður mun öruggari fyrir vegfarendur en tenging við Brekkuás.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að unnin verði ný tillaga að deiliskipulagi Ásvallabrautar með breyttri legu að Kaldárselsvegi suður fyrir hesthúsin Hlíðarþúfur til samræmis við tillögu B frá VSB verkfræðistofu. Samhliða verði nýtt deiliskipulag Kaldárselsvegar unnið frá Sörlatorgi að Hvaleyrarvatnsvegi. Mikilvægt er að skipulag og framkvæmdir við Ásvallabraut og Kaldárselveg verði unnið samhliða. Jafnframt verði unnin samsvarandi breyting á aðalskipulagi Hafnarfjarðar.

Fulltrúar Bjartrar framtíðar óska bókað:

"Björt framtíð telur að greina þurfi nýjar umferðartölur betur fyrir Hafnarfjörð, áður en að farið verður í frekari framkvæmdir á Ásvallarbraut. Umrædd framkvæmd mun kosta bæjarbúa rúmlega 700 miljónir króna og þvi nauðsynlegt að skoða umferðarmál í samhengi við nýlegt samþykkt svæðiskipulag höfuðborgarsvæðisins og þær áherslur sem þar birtast."