Ásvallabraut tenging Valla og Áslands, deiliskipulag
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 372
2. júní, 2015
Annað
Fyrirspurn
Haldið áfram umræðu um tillögu Landmótunar að deiliskipulagi dags 12.08.2014 ásamt greinargerð. Kynningarfundur var haldinn 11.11.14. Áður lagðir fram minnispunktar af kynningarfundinum. Áður lagðir fram hljóðvistarreikningar ásamt sneiðingum í land með hljóðveggjum. Tillagan var auglýst skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdir bárust. Lögð fram drög sviðsstjóra að svörum við athhugasemdum ásamt lauslegri athugun á breyttri legu austurhluta brautarinnar.
Svar

Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að skoða nýja legu þar sem brautin mætir Kaldárselsvegi sunnan við Hlíðarþúfur í samráði við hönnuði.