Ásvallabraut tenging Valla og Áslands, deiliskipulag
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1794
8. nóvember, 2017
Annað
Fyrirspurn
1.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 31.okt.sl. Skipulagsstofnun gerði athugasemd vegna málsmeðferð deiliskipulagsins og bendir á að gera þurfi aðalskipulagsbreytingu samhliða. Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi dags. 27. október 2017 ásamt tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Ásvallabraut og breytingar fyrir Ásland 3 og Hlíðarþúfur.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 skv. 1. mgr. 31. gr. sbr.36. gr. skipulagslaga 123/2010. Fyrirhuguð skipulagsbreyting gerir í ráð fyrir að í stað tveggja tengibrauta sunnan núverandi byggðar við Ásvelli 3, verði ein braut, Ásvallabraut. Lega hennar breytist þannig að hún tengist Kaldárselsvegi og Elliðavatnsvegi með hringtorgi neðan Hlíðarþúfna en tenging við Ásland 3 verði felld út. Lega Kaldaárselsvegar breytist lítillega sem og tenging hans við íbúðarsvæðið við Mosahlíð.
Einnig er samþykkt að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi ásamt breytingum skv. 1. mgr. 41. gr skipulagslaga 123/2010 og að deiliskipulagið verði auglýst aftur samhliða framangreindri aðalskipulagsbreytingu.
Gerir skipulags- og byggingarráð því eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 í samræmi við 1. mgr. 31. gr. sbr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða tillögum að breyttu deiliskipulagi, sbr. 1. mgr. 41.gr. skipulagslaga 123/2010"
Svar

Ólafur Ingi Tómasson tekur til máls.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir samhljóða með 11 greiddum atkvæðum að auglýsa framliggjandi tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 í samræmi við 1. mgr. 31. gr. sbr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða tillögum að breyttu deiliskipulagi, sbr. 1. mgr. 41.gr. skipulagslaga 123/2010.