Sameining sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3337
13. desember, 2012
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram erindi bæjarráðs Kópavogs dags. 7. nóvember 2012 þar sem óskað er eftir fundi með bæjarstjórum Hafnarfjarðar og Garðabæjar varðandi sameiningu þessara sveitarfélaga.
Svar

Bæjarráðsfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna telja ekki grundvöll til að fara út í slíkar viðræður þar sem Garðabær hefur þegar hafnað þeim á fundi í bæjarstjórn Garðabæjar 6. desember sl. Hins vegar leggja þeir áherslu á að áfram skulu unnið að eflingu höfuðborgarsvæðisins á fjölmörgum sviðum innan Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

Bæjaráðfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska bókað:
"Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins þykir miður að þessari umleitan um viðræður hafi verið hafnað án frekari skoðunar í hópi fulltrúa sveitarfélaganna."