Krýsuvík, Seltún uppsetning á gasmæli.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 436
20. nóvember, 2012
Annað
Fyrirspurn
Baldur Bergsson óskar eftir í tölvupósti þann 15. nóvember 2012 að setja upp gasmæli á hverasvæðinu við Seltún skv. meðfylgjandi myndum. Verkefnið tengist gasmælingum á veðurstofu Íslands og stuðlar að rannsóknum í eldfjallavöktun á Íslandi.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið en bendir á að svæðið er innan Reykjanesfólksvangs og skal því beita ítrustu varkárni við uppsetningu þessara mæla. Þar sem Seltúnið er á virku hvera- og sprengisvæði mun Hafnarfjarðarbær ekki bera neinn kostnað af mögulegu tjóni sem kann að verða á útbúnaði.