Deiliskipulag, tilkynning í Stjórnartíðindum 2011 og 2012
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1697
13. febrúar, 2013
Annað
Fyrirspurn
9.liður úr fundargerð SBH frá 5.febr. sl. Teknar fyrir skipulagstillögur sem auglýstar voru skv. 25. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, en ekki tókst að birta á tilskildum tíma í b-deild Stjórnartíðinda skv. 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Um er að ræða eftirtaldar tillögur:´ Mál nr. 0902053 - Hörðuvellir/Reykdalsreitur, Ljósatröð, deiliskipulag dælustöð, mál 0902053. Samþykkt 02.11.10. Mál nr. SB040124 - Sléttuhlíð deiliskipulag, textabreyting í skilmálum. Samþykkt 10.11.10. Mál nr. 0712080 - Miðbær-Hraun deiliskipulag. Samþykkt 19.12.11. Mál nr. SB030312. Jarðvegstippur deiliskipulag. Samþykkt 26.01.11. Skipulags- og byggingarráð samþykkir að framangreindar tillögur verði auglýstar að nýju skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010, og jafnframt verði þeim sem athugasemdir gefinn kostur á að láta þær athugasemdir gilda ef þeir óska þess.
Þar sem ekki tókst að birta þessi skipulög í b-deild Stjórnartíðinda á tilskildum tíma skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 gerir Skipulags- og byggingarráð eftirfarandi tillögu til Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að eftirfarandi deiliskipulagstillögur verði auglýstar að nýju samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010: "Hörðuvellir/Reykdalsreitur, Ljósatröð, deiliskipulag dælustöð", sem samþykkt var 02.11.10., "Sléttuhlíð, deiliskipulag, textabreyting í skilmálum", sem samþykkt var 10.11.10, "Miðbær-Hraun, deiliskipulag", sem samþykkt var 19.12.11, og "Jarðvegstippur, deiliskipulag", sem samþykkt var 26.01.11."
Svar

Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls.

Forseti bar fram tillögu þess efnis og hver liður yrði borinn upp sérstaklega og var ekki gerði athugasemd við það.

Allir liðir fyrirliggjandi tillögu voru samþykktir með 11 atkvæðum og tillagan í heild þannig samþykkt..