Hafnarstjórn - 1417
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3336
29. nóvember, 2012
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 13. nóvember sl.
Svar

Lagt fram til kynningar. 12.1. 0909104 - Saga Hafnarfjarðarhafnar Lagt fram bréf frá Lárusi Karli Ingasyni, dagsett 4. nóvember varðandi aukinn kostnað, sem hefur orðið við prentun og frágang bókarinnar um sögu Hafnarfjarðarhafnar. Hafnarstjórn samþykkir að vísa málinu til ritnefndar og tekur málið til umræðu á ný á næsta fundi. 12.2. 1107199 - Áhættumat starfa hjá Hafnarfjarðarhöfn Kristinn Aadnegard yfirhafnsögumaður mætti til fundarins og gerði grein fyrir stöðu mála varðandi umhverfis- og öryggismál hafnarinnar. Hafnarstjórn samþykkir að óska eftir stöðuskýrslu um öryggis- og umhverfismál fyrir höfnina árið 2012. 12.3. 1109041 - Fjárhagsáætlun, uppgjör og ársreikningur 2012 Bjarni Sveinsson hafnsögumaður gerði grein fyrir skipaumferð og vöruumferð um höfnina janúar til september 2012 og samanburð við síðastliðin ár.