Hafnarstjórn - 1418
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3337
13. desember, 2012
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 27. 1. sl.
Svar

Lagt fram til kynningar. 13.1. 1211297 - Bráðabirgða starfsmannaaðataða við flotkvíar VOOV. Lögð fram umsókn Vélsmiðju Orms og Víglundar ehf. um ofangreint efni dagsett 23. nóvember 2012, undirritað Eiríkur Ormur Víglundsson. Hafnarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti enda uppfylli húsnæðið allar kröfur og reglugerðir sem til þess bær yfirvöld krefjast. Lóðarleiga skal greiðast af svæðinu. Samþykki þetta er veitt til bráðabirgða til 2 ára. 13.2. 0909104 - Saga Hafnarfjarðarhafnar Tekið fyrir að nýju erindi Lárusar karls Ingasonar vegna aukins kostnaðar við ritun sögu Hafnarfjarðarhafnar, frá síðasta fundi.
Lagðar fram fundargerðir 18. og 19. funda ritnefndar um sögu Hafnarfjarðarhafnar. Tekið fyrir á ný erindi ritnefndar sbr. fundargerð frá 20.nóv.sl. Hafnarstjórn þakkar ritnefnd, höfundum og útgáfustjóra vel unnin störf og lýsir ánægtju sinni með bókina. Jafnframt fellst Hafnarstj. á að greitt verði aukakostnaður sem til féll að upphæð 1.700.000 sem lokagreiðslu fyrir verkið