Suðurbær nýtt deiliskipulag
Síðast Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1699
13. mars, 2013
Annað
Fyrirspurn
4.liður úr fundargerð SBH frá 5.mars sl. Tekin til umræðu að vinna við deiliskipulag fyrir reit sem er enn óskipulagður í Suðurbæ Hafnarfjarðar. áður lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs að verkefnislýsingu dags. 13.02.2013. Frestað á síðasta fundi. Skipulags- og byggingarráð samþykkir lýsinguna í samræmi við 40. gr. laga nr. 123/2010 með áorðnum breytingum.
Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir deiliskipulagslýsingu fyrir það svæði sem enn er óskipulagt í Suðurbæ Hafnarfjarðar í samræmi við 40. gr. laga nr. 123/2010."
Svar

Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls.

Bæjarstjórn samþykkti framlagða tillögu með 10 samhljóða atkvæðum.