Sjúkraflutningar, samningur
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1717
22. janúar, 2014
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram eftirfarandi tillaga að ályktun: Bæjarstjórn Hafnarfjarðar lýsir fullum stuðningi við stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins í þeirri vinnu sem farið hefur fram óslitið frá því í október 2011 vegna endurnýjunar á samningi á sjúkraflutningum SHS. Samlegðaráhrif sjúkraflutninga og slökkviliðs eru ótvíræð auk þess sem fyrirsjáanleg fækkun slökkviliðsmanna í SHS vegna aðskilnaðs sjúkrafutninga frá slökkviliði mun skerða öryggi þeirra sem SHS þjónar. Skorað er á ríkisstjórn Íslands að efna samning við Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins um sjúkraflutninga á svæðinu sem gerður var í febrúar 2013. Sá samningur hefur hvorki verið undirritaður né hefur ríkið greitt fyrir þjónustuna í samræmi við kostnaðarmat sem honum lá til grundvallar. Á meðan svo er niðurgreiða sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu sjúkraflutninga en taka skal fram að sjúkraflutningar eru á verksviði ríkisins samkvæmt lögum.
Svar

Ólafur Ingi Tómasson tók til máls og gerði grein fyrir ofangreindri tillögu, þá bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi ályktun með 11 samhljóða atkvæðum.