Nordic Built
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 320
16. apríl, 2013
Annað
‹ 9
10
Fyrirspurn
Samstarfsverkefnið Nordic Built tekið fyrir að nýju. Afgreiðslu frestað á síðasta fundi, en tekið var jákvætt í erindið.
Svar

Með því að skrifa undir sjálfbærnisáttmála Nordic Built væri Hafnarfjarðarbær að undirstrika þær áherslur sem þegar hafa verið settar fram í Umhverfis- og auðlindastefnu Hafnarfjarðar sem nýverið var samþykkt í bæjarstjórn. Þá er það í samræmi við stefnumótun undanfarinna ára í umhverfismálum s.s. Staðardagskrá 21.
Undirskriftin felur ekki í sér fjárhagslegar skuldbindingar eða kvaðir á sjórnsýsluna heldur er um að ræða viljayfirlýsingu þar sem það kemur fram að lögð verði áhersla á umhverfismál og almenn gæði við hönnun og mótun byggðar í Hafnarfirði hvort sem er um að ræða nýbyggingar eða endurgerð húsnæðis og annars manngerðs umhverfis.
Skipulags og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leiti að skrifað verði undir sjálfbærnisáttmála Nordic Built.