Krýsuvík, draghundasport.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 430
10. október, 2012
Annað
Fyrirspurn
Páll Ingi Haraldsson formaður Reykjavíkurdeildar Draghundasport Iceland óskar eftir í tölvupósti dags. 4. október 2012 að keppa í hundadragi þann 13. október nk. sem felst í því að hundar draga manneskju á reiðhjóli í Krýsuvík. Þessi viðburður á að eiga sér stað milli 12-14.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur í jákvætt í erindið þar sem Lögregla og Krýsuvíkursamtökin hafa verið upplýst um þennan viðburð. Bent skal á að þar sem Þar sem Krýsuvíkursvæðið er innan Reykjanesfólkvangs sem er friðlýstur skv. lögum um náttúruvernd verður sérstaklega að gæta þess að valda ekki mengun, spjöllum eða neikvæðum umhverfisáhrifum. Hafnarfjarðarbær ber ekki ábyrgð á neinu tjóni sem kann að hljótast vegna þessarar keppni.